Upplýsingamiðstöð

Á sumrin er starfrækt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Bókasafni Dalvíkurbyggðar.

Upplýsingamiðstöð

Upplýsingamiðstöðin er formlega opin frá 1. júní fram í september, alla virka daga frá 10.00-17.00 og á laugardögum frá 12.00-17.00. Á sunnudögum er lokað í öllu húsinu. 

Í upplýsingamiðstöðinni má finna allar helstu upplýsingar um ferðaþjónustuaðilla á svæðinu og afþreyingu. Þar má auk þess nálgast auglýsingabæklinga, kort og fleira. 

Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar er hlutlaus aðilli sem þjónustar alla aðilla jafnt sem starfa í Dalvíkurbyggð. Ferðaþjónustuaðillum er bent á að koma kynningarefni og bæklingum til upplýsingamiðstöðvarinnar ef þeir kjósa að nýta sér þjónustuna. 

Það er hægt að fá aðstoð, upplýsingar eða koma áleiðis ábendingum með að senda tölvupóst á netfangið: info@dalvikurbyggd.is og svo er upplýsingamiðstöðin að sjálfsögðu með facebook síðu þar sem nýjar fréttir og myndir koma inn daglega.