Bókasafn Dalvíkurbyggðar leggur mikinn metnað í að aðstoða almenning hvort sem það er við almenna upplýsingaleit eða í vali á dægurlesefni. Leitast er við að hafa safnkost sem fjölbreyttastan þannig að hann höfði til sem flestra og eru starfskonur bókasafnsins afar opnar fyrir tillögum að bókainnkaupum og efni. 

Nýjar bækur fyrir fullorðna

Bókasafnið reynir eftir fremsta megni að bjóða upp á flestar nýjar bækur auk þess sem reynt hefur verið, síðustu ár, að byggja markvisst upp hljóðbókakost safnisins. 

Á safninu er einnig að finna öll helstu tímarit, myndefni og handbækur s.s. prjónablöð og handavinnubækur. Hægt er að leita af öllu efni sem fáanlegt er á safninu í sameiginlegum gagnagrunni allra bókasafna á Íslandi, leitir.is

Allir íbúar Dalvíkurbyggðar fá lánsþegakort sér að kosnaðarlausu svo ef það er einhver sem ekki á skírteini þá hvetjum við viðkomandi að gera sér ferð á safnið og næla sér í slíkt.   

Bókasafnið leggur mikinn metnað í að bjóða upp á fjölbreytta viðburði allt árið um kring og eru þeir sérstaklega auglýstir með góðum fyrirvara. Við bendum til dæmis á viðburðadagatal Dalvíkurbyggðar en þar eru allir viðburðir bókasafnsins sérstaklega auglýstir. Annars má lesa meira um nokkra fasta viðburði á bókasafninu undir flipanum hér að ofan sem heitir því einfalda nafni Viðburðir

 

Einu sinni í mánuði er boðið upp á foreldramorgna þar sem foreldrum gefst tækifæri á að koma saman með börnin sín, læra, lifa og njóta samvista með öðrum. Boðið er upp á fróðlegar kynningar á efni sem tengist barneignum, uppeldi og öðru sem getur verið nytsamlegt fyrir foreldra að kynna sér betur. Að samverustundinni lokinni er tilvalið að halda samtalinu áfram, annaðhvort inni á bókasafninu eða á kaffihúsinu Basalt+bistro. 

Foreldramorgnar

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á bókasafn Dalvíkurbyggðar.