Unglingar

Safnkostur fyrir unglinga

 

Allir unglingar í Dalvíkurbyggð geta fengið að láni efni frá bókasafninu sér að kostnaðarlausu. 

Safnkostur sem hentar unglingum er staðsettur í barnahorni en þar er gott úrval af bókum og þar má einnig finna fjölmörg tímarit og myndasögur sem henta unglingum.

   

Áður en nemendur í 10. bekk Dalvíkurskóla ljúka sinni grunnskólagöngu er þeim boðið í sérstaka heimsókn á bókasafnið og þeim afhent lánþegaskírteini sem þau geta notað svo lengi sem þau hafa lögheimili í Dalvíkurbyggð. Einnig er þeim boðin aðstoð og þjálfun í upplýsingaleit sem getur nýst þeim vel síðar á lífsleiðinni, hvort sem það er í áframhaldandi námi eða í starfi. 

Í gegnum árin hefur verið farsælt samstarf milli bókasafnsins og Dalvíkurskóla og hafa nemendur á unglingastigi komið í reglulegar heimsóknir á bóka- og héraðsskjalasafnið. 

  

Tímarit og myndasögur fyrir unglinga  Bækur fyrir unglinga