Umhverfisstefna

Fátt er okkur á jörðinni mikilvægara í dag en að vera meðvituð um umhverfi okkar og að hver og einn finni til ábyrgðar til þess
að ganga vel um auðlindir okkar. Árskógarskóli hefur sett sér markmið í umhverfismálum og gert sáttmála í anda Grænfána til þess að vinna að markmiðum. Stefna skólans er að leita stöðugt leiða til þess að þróa og bæta leiðir í umhverfismálum og virkja nemendur, starfsfólk og foreldra auk aðila nærsamfélags til þess að vinna að þeim markmiðum sem að er stefnt.