Í gær kom Sigurjón Helgason færandi hendi þegar hann gaf leikskólanum 6 bækur. Hann kemur fyrir hönd útgáfufyrirtækisins Gudda Creative og þökkum við kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.
Á mánudaginn 26. ágúst var síðasti dagur Guðrúnar Halldóru sem leikskólastjóra á Krílakoti eftir 7 viðburðarík ár. Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi og þökkum henni fyrir vel unnin störf.
Ágústa Kristín hefur hafið störf sem leikskólastjóri.
Mánudaginn 26. ágúst komu 2 ævintýrapersónur með skemmtilegt 20 mínútna atriði úr ævintýraskógi Lottu.
Atriðið var brot af því besta í gegnum árin og var stútfullt af sprelli, söng og fjöri fyrir allan aldur.
Sýningin var í boði Þernunnar og sendum við þeim okkar bestu þakkir fyrir.
Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra
AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRI - KRÍLAKOT.
Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í starf aðstoðarleikskólastjóra á Krílakot.
Leitað er að leiðtoga sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða gott faglegt starf leikskólans.
Spennandi verkefni eru yfirstandandi sem og f…
Komið sæl kæru foreldrar
Nú er komið að sumarlokun í Krílakoti
Í haust verða þær breytingar að Blágrýti mun sjá um matinn okkar en munu halda áfram að elda eftir okkar matseðli. Þetta er prufu verkefni í eitt ár og vonum við að allir taki jákvætt í það.
Morgunmatur mun því breytast og verður frá …
Núna í maí, júní hafa hætt eða eru að hætta hjá okkur 5 starfmenn
Emmi Tuulia á Mánakoti
Guðfinna á mánakoti
Logi á Sólkoti
Kristófer Sólkoti
Sigríður í eldhúsinu
Við viljum þakka þeim kærlega fyrir þeirra störf og vonum að þeim ganga allt í haginn í lífinu.
Allar stundir okkar hérer mér…
Hér er hægt að skoða skóladagatal Krílakots fyrir skólaárið 2024-2025
Hér að neðan eru skýringar með skóladagatalinu:
Lokað er í haust og vetrarfríi. Ekki er greitt fyrir þá daga
Sumarlokun er 14. júlí til 12. ágúst, opnum 13. ágúst 2025
Á skráningardögum er Krílakot opið en foreldrar skrá hvo…
Þeir nemendur sem eru fæddir 2023 og fyrr og búið er að sækja um fyrir 7. maí 2024 í Krílakoti munu fá vistun frá og með haustinu 2024. Ekki er komin nákvæm dagsetning um hvernær aðlögun getur hafist og mun það skýrast þegar búið er að ganga frá starfsmannamálum.
Upplýsingar um hvenær aðlögun getu…
Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar í Menningarhúsinu Bergi
Nemendur á elsta leikskólastigi Dalvíkurbyggðar buðu fjölskyldum sínum, vinum og vandamönnum og bara öllum íbúum Dalvíkurbyggðar á opnun listasýningar sinnar í Menningarhúsinu Bergi.
Nemendur munu selja myndirnar sínar á litlar 2.000 krónur og rennur ágóðinn til foreldrafélagsins sem mun sjá um að…
Síðastliðin föstudag barst okkur að gjöf bókin Orð eru ævintýri frá Menntamálastofnun fyrir árganga 2018, 2019, 2020 og 2021
Þökkum við kærlega fyrir okkur og vonum að þetta komi að góðum notum
Í dag var haldið þorrablót á Krílakoti. Allir bjuggu til þorrahjálm og voru með í dag. Á Skýjaborg var sungið og allur matur smakkaður, á hinum deildunum var marserað og sungið áður en allir settust við matarborðið. Í boði var hangikjöt, saltkjöt, hákarl, harðfiskur, slátur og fleira góðgæti.