Fréttir

Gleðilega páska!

Gleðilega páska!

Kæru foreldar/forráðamenn Starfsfólk Krílakots sendir öllum kærar páskakveðjur og óskum ykkur afslöppunar og gleði yfir páskahátíðina. Sjáumst endurnærð þriðjudaginn 2. apríl Njótið samverunnar Kærleiks kveðja Starfsfólk Krílakots
Lesa fréttina Gleðilega páska!
Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar í Menningarhúsinu Bergi

Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar í Menningarhúsinu Bergi

Nemendur á elsta leikskólastigi Dalvíkurbyggðar buðu  fjölskyldum sínum, vinum og vandamönnum og bara öllum íbúum Dalvíkurbyggðar á opnun listasýningar sinnar í Menningarhúsinu Bergi. Nemendur munu selja myndirnar sínar á litlar 2.000 krónur og rennur ágóðinn til foreldrafélagsins sem mun sjá um að…
Lesa fréttina Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar í Menningarhúsinu Bergi
Nemendum gefnar bækur frá Menntamálastofnun

Nemendum gefnar bækur frá Menntamálastofnun

Síðastliðin föstudag barst okkur að gjöf bókin Orð eru ævintýri frá Menntamálastofnun fyrir árganga 2018, 2019, 2020 og 2021 Þökkum við kærlega fyrir okkur og vonum að þetta komi að góðum notum
Lesa fréttina Nemendum gefnar bækur frá Menntamálastofnun
Þorrablót Krílakots 2024

Þorrablót Krílakots 2024

Í dag var haldið þorrablót á Krílakoti. Allir bjuggu til þorrahjálm og voru með í dag. Á Skýjaborg var sungið og allur matur smakkaður, á hinum deildunum var marserað og sungið áður en allir settust við matarborðið. Í boði var hangikjöt, saltkjöt, hákarl, harðfiskur, slátur og fleira góðgæti. 
Lesa fréttina Þorrablót Krílakots 2024
Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans næstkomandi þriðjudag 6. febrúar Þann 6. febrúar er dagur leikskólans og við höldum að sjálfsögðu upp á daginn hjá okkur í Krílakoti. Ykkur foreldrum er boðið í heimsókn til okkar og opið hús frá 13:30 – 15:30 þann dag. Það verður opið milli deilda og börnin munu geta leikið sér …
Lesa fréttina Dagur leikskólans 6. febrúar
Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Kæru foreldrar Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farælds komandi árs og þökkum fyrir skemmtilegt ár sem er að líða. Hafið það notalegt um jól og áramót og sjáumst hress og kát á nýju ári. Jólakveðjur Starfsfólk Krílakots   Drodzy Rodzice! Życzymy Wam wszystkim Wesołych Świąt oraz Szczęśliweg…
Lesa fréttina Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Rauður dagur, jólamatur, jólasveinavísur og tónlistaskólinn í heimsókn

Rauður dagur, jólamatur, jólasveinavísur og tónlistaskólinn í heimsókn

Fimmtudaginn 14. desember var rauður dagur hjá okkur í Krílakoti. Allir klæddust einhverju rauðu eða voru með jólasveinahúfu. Einnig fengum við jólamatinn í hádeginu. Allir hittust saman á sal um morgunninn og þar komu starfsmenn tónlistaskólans á Tröllaskaga í heimsókn til okkar og spiluðu nokkur…
Lesa fréttina Rauður dagur, jólamatur, jólasveinavísur og tónlistaskólinn í heimsókn
Gjöf frá foreldrafélaginu

Gjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélagið færði leikskólanum veglega körfu með hinum ýmsu kræsingum núna í desember. Viljum við koma þakklæti til þessara aðila með kærri kveðju Frá starfsfólki Krílakots.
Lesa fréttina Gjöf frá foreldrafélaginu
Afmæli Lubba

Afmæli Lubba

Í dag á degi íslenskrar tungu héldum við upp á afmælið hans Lubba okkar. Byrðjuðum á því að allar deildir hittust á söngsal og þar sungum við öll afmælissönginn fyrir Lubba og fleiri skemmtileg lög. Síðan var opið á milli deilda og boðið var upp á popp og saltstangir. Í útiverunni fór Lubbi út og fl…
Lesa fréttina Afmæli Lubba
Atlas Ívan 3. ára

Atlas Ívan 3. ára

Í dag varð elsku Atlas Ívan okkar þriggja ára. Við héldum daginn hans hátíðlegan eins og okkar er von og vísa. Hann málaði og skreytti kórónu sem hann var með á afmælisdaginn. Við sungum fyrir hann afmælissönginn, hann blés á kertin þrjú og bauð svo upp á ávexti úr afmæliskörfunni. Við óskum Atlas o…
Lesa fréttina Atlas Ívan 3. ára
Heimabyggðin okkar

Heimabyggðin okkar

Þetta verkefni var unnið af elsta árgangi í Krílakoti (Hólakot) og 1. bekk í Dalvíkurskóla. Nemendur unnu tvö til 3 saman og fengu að velja sér byggingar í Dalvíkurbyggð til að teikna mynd af. Gaman að sjá hvernig þau sjá byggðina okkar, mjög litríka og fjölbreytta. Við á Hólakoti settu svo verkefni…
Lesa fréttina Heimabyggðin okkar
Eldvarnir og heimsóknir

Eldvarnir og heimsóknir

Við á Hólakoti fengum heimsókn á miðvikudaginn frá Villa slökkviliðsstjóra. Hann kom og sýndi okkur myndbandið um Loga og Glóð, ræddi við okkur um rétt viðbrögð við bruna og brunavarnir heimilisins. Við hvetjum ykkur til að taka umræðuna við börnin heima og ræða þessi mál á meðan þau eru í fersku mi…
Lesa fréttina Eldvarnir og heimsóknir