Fréttir

112 dagurinn

112 dagurinn

Það var mikil spenna í Krílakoti á 112 daginn. Þá mættu á planið okkar lögregla, slökkvilið, sjúkraflutingafólk og björgunarsveitin með alla flottu bílana sína. Nemendum þótti mjög fróðlegt að spennandi að fá að skoða inn í bílana. Sumum þótti hávaðinn í sírenunum heldur mikill en öðrum þótti spenna…
Lesa fréttina 112 dagurinn
Opið hús í tilefni af degi leikskólans.

Opið hús í tilefni af degi leikskólans.

Margt var um manninn á opnu húsi sem haldið var í tilefni af degi leikskólans. Foreldrar, ömmur og afar, fændur og frænkur, gamlir nemendur og aðrir kíktu á okkur. Opnað var á milli deilda og gátu nemendur og gestir skoðað og leikið sér um allt hús. Foreldrar tóku sig saman og komu með veitingar sem…
Lesa fréttina Opið hús í tilefni af degi leikskólans.
Kaffiboð í tilefni dags leikskólans frestað til morgundags

Kaffiboð í tilefni dags leikskólans frestað til morgundags

Þar sem það er rauð veðurviðvörun ætlum við að færa kaffiboð í tilefni dags leikskólans til morguns föstudags. Opið hús verður því föstudaginn 7. febrúar kl 13:30 – 15:30   Viljum biðla til foreldra um að fylgjast vel með veðrinu og meta hvort þurfi að sækja eitthvað fyrr ef rætist úr veðurspánni…
Lesa fréttina Kaffiboð í tilefni dags leikskólans frestað til morgundags
Þorragleði í Krílakoti

Þorragleði í Krílakoti

Það var glaumur og gleði í Krílakoti í dag þegar þorranum var fagnað. Nemendur og kennarar marseruðu um skólann skreytt þjóðlegum kórónum. Þorramaturinn rann svo ljúflega niður og vitaskuld var sungið og barið í borð með tilheyrandi látum og kátínu.
Lesa fréttina Þorragleði í Krílakoti
Ágústa skólastjóri tekur við viðurkenningarskjali fyrir hönd Krílakots.

Starfsfólk á Lubbanámskeiði

Eyrún Ísfold Gísladóttir annar höfunda bókarinnar og námsefnisins Lubbi finnur málbein kom og var með fróðlegt og skemmtilegt námskeið fyrir starfsfólk Krílakots og Kötlukots. Á námskeiðinu fékk starfsfólk góða kennslu í því hvernig hægt er að vinna á fjölbreyttan máta með Lubba með það að markmiði …
Lesa fréttina Starfsfólk á Lubbanámskeiði
Jólakveðja

Jólakveðja

Okkur langar að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og við vonum að þið eigið dásamlega samveru í faðmi fjölskyldu og vina. Hugsið vel hvort um annað yfir jólin. Við sendum okkar hlýjustu jólakveðjur og hlökkum til að sjá ykkur, endurnærð eftir hátíðarnar.
Lesa fréttina Jólakveðja
Hólakot flytur jólasveinavísurnar

Hólakot flytur jólasveinavísurnar

Hefð hefur verið fyrir að elsti árgangur fari með jólasveinavísurnar á jólaballinu í Bergi, jólasöngfundinu í leikskólanum og á litlu jólunum á yngsta stigi í Dalvíkurskóla. Vísurnar voru teknar upp á litlu jólunum í Dalvíkurskóla. Njótið vel    
Lesa fréttina Hólakot flytur jólasveinavísurnar
Ævintýraferð Hólakots

Ævintýraferð Hólakots

Á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við í ævintýraferð, farið var með nemendur í ratleik um bæinn. Þau þurftu að svara spurningum til að finna út næstu viðkomustaði, þurftu líka að gera æfingar á nokkrum stöðum svo hægt var að halda áfram. Á einni stöðinni vorum við stödd hjá íþróttamiðstöðinni þar …
Lesa fréttina Ævintýraferð Hólakots
Slökkviliðsstjórinn í heimsókn á Hólakoti

Slökkviliðsstjórinn í heimsókn á Hólakoti

Við á Hólakoti fengum heimsókn í síðustu viku frá Villa slökkviliðsstjóra. Hann kom og sýndi okkur myndbandið um Loga og Glóð, ræddi við okkur um rétt viðbrögð við bruna og brunavarnir heimilisins. Við hvetjum ykkur til að taka umræðuna við börnin heima og ræða þessi mál á meðan þau eru í fersku min…
Lesa fréttina Slökkviliðsstjórinn í heimsókn á Hólakoti
Hólakot og Kátakot í íþróttum

Hólakot og Kátakot í íþróttum

Í síðustu viku fóru Hólakot og kátakot í síðasta íþróttatímann fyrir jólin. Tveir strákar (Siggi og Magnús Darri) úr Dalvíkurskóla komu með okkur þar sem það var góðverkadagur í skólanum. Búið var að setja allt fram og farið var í ísjakahlaup eða jakahlaup, nokkrir voru hann í einu og áttu að elta h…
Lesa fréttina Hólakot og Kátakot í íþróttum
Skemmtilegir aðventuviðburðir í Krílakoti.

Skemmtilegir aðventuviðburðir í Krílakoti.

Jólaandinn svífur yfir Krílakoti þessa dagana. Við reynum að njóta aðventunnar í rólegheitunum en gerum okkur glaðan dag inn á milli með skemmtilegum uppákomum og viðburðum. Í síðustu viku var kátt á hjalla en börnin á yngstu deildunum hittust í salnum með foreldrum sínum og gæddu sér á ljúffengum á…
Lesa fréttina Skemmtilegir aðventuviðburðir í Krílakoti.
Brunaæfing

Brunaæfing

Í dag vorum við á Krílakoti með brunaæfingu. Markmiðið með æfingu dagsins var að allir vissu hvernig brunabjallan hljómar og út um hvaða dyr hver deild á að fara ef upp kemur eldur. Í þetta skiptið var æfingin undirbúin og börnin vöruð við hávaðanum. Æfingin gekk eins og í sögu allir voru komnir út …
Lesa fréttina Brunaæfing