Foreldrasamstarf

Í leikskóla er mikilvægt að gott samstarf sé á milli heimilis og skóla og þar ríki gagnkvæmt traust og virðing. Dagleg samskipti eru mikilvæg þar sem fram koma upplýsingar um líðan barna og hegðun heima og í leikskólanum, breytingar á högum barnsins og fjölskyldulífi. Foreldrar leikskólabarna í Krílakoti eru ávallt velkomnir í leikskólann til að taka þátt og fylgjast með því starfi sem þar fer fram. Reglulega eru ýmsar uppákomur sem foreldrum er sérstaklega boðið til og oft á tíðum koma ömmur, afar og systkini einnig. Allt er þetta liður í að skapa gott samstarf og traust ekki síður en að styðja við nám og leik barnanna. Við Krílakot er starfandi foreldrafélag og foreldraráð. Kosið er í stjórn foreldrafélagsins og foreldraráðið ár hvert og er það gert á foreldrafundi að hausti.

Krílakot