Krílakot 45 ára

Krílakot 45 ára

Nemendur og starfsfólk Krílakots gerðu sér glaðan dag á 45 ára afmælisdegi Krílakots 9. september. Nemendur fengu köku og safnaðist hópurinn svo saman og flaggaði í tilefni dagsins, afmælissöngurinn var sunginn með þreföldu húrrahrópi. Dagurinn var svo notaður til að gefa fallega selnum okkar nafn. Dregið var úr tillögum að nafni frá nemendum og hlaut selurinn nafnið Jasmín. Foreldrafélagið kom færandi hendi með fallegan blómvönd og góðgæti handa starfsfólki.