Sumarkveðja

Sumarkveðja

Kæru foreldrar Krílakots

Nú þegar skólaárið er senn á enda langar okkur að þakka ykkur kærlega fyrir samstarfið í vetur. Það hefur verið okkur mikil ánægja að fylgjast með börnunum ykkar vaxa, dafna og þroskast í gegnum leik og starf. Við hvetjum ykkur til að njóta sumarsins með börnunum ykkar, safna góðum minningum og nýta tækifærin sem bjóðast í okkar fallega umhverfi. Börn læra svo ótrúlega margt í gegnum samveru, leik og upplifanir með fjölskyldunni. Þeim börnum sem eru að útskrifast úr leikskólanum okkar óskum við velfarnaðar á nýjum vettvangi og þökkum fyrir samfylgdina. Við hlökkum til að taka á móti öllum hinum aftur að loknu sumarfríi, endurnærð og full af orku.

Minnum á að við opnum aftur eftir sumarfrí miðvikudaginn 13. ágúst.

Bestu kveðjur og þakkir fyrir veturinn

Starfsfólk Krílakots