Vorhátíð

Vorhátíð

Það var kátt á hjalla á vorhátíð Krílakots. Góða veðrið kíkti á okkur ásamt foreldrum. Lífleg stemmning var í garðinum, boðið var upp á andlitsmálningu, hoppukastala, sápukúlur og hestaferð. Einnig hjálpuðust börn og foreldrar að við að gróðursetja plöntur sem við munum svo fylgjast með stækka og dafna. Við þökkum foreldrafélaginu sem skipulagði hátíðina kærlega fyrir skemmtilegan dag. Við þökkum líka foreldrum fyrir samveru og aðstoð, hestaleigunni, krökkunum úr unglingavinnunni, öðru bæjarstarfsfólki og starfsfólki Krílakots, allir hjálpuðust að við að gera hátíðina sem skemmtilegasta.