Framleiðslueldhús er starfrækt í Krílakoti. Áhersla er lögð á hollan og góðan heimilismat og er stuðst við viðmið Lýðheilsustöðvar í þeim efnum. Reynt er að útbúa sem mest á staðnum; t.a.m. er boðið upp á heimatilbúna kæfu, lifrarbuff, fiskfars og –bollur svo eitthvað sé nefnt. Mjög gott samstarf er við fyrirtæki í byggðarlaginu sem leiðir til þess að ferskur fiskur er framreiddur tvisvar í viku.
Alúð og metnaður er lagður í að mæta þörfum barna og starfsfólks sem hafa sértækar þarfir í fæðuvali; vegna fæðuofnæmis og/eða fæðuóþol.
Matseðill Krílakots er sex vikur og rúllar. Hægt er að sjá í forstofum deildanna hvaða vika er hverju sinni og líka á Karellen.
Ávaxta - og grænmetisskammtar samkvæmt manneldisráði