Veikindi

Leikskólinn er ætlaður frískum börnum. Verði barn veikt skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í a.m.k. 1-2daga eða þar til smithætta er liðin hjá og barnið tilbúið til að takast á við leikskólastarfið.  glaður

Möguleiki er á að hafa barnið inni 1-2  daga eftir langtíma veikindi. Sé barn ekki nægjanlega frískt til að vera úti skal það ekki koma í leikskólann nema með samþykki starfsfólks þ.e.a.s. að foreldrar hringi og athugi hvort barnið geti verið inni þann daginn. Lyf eru ekki gefin í leikskólanum nema í sérstökum tilfellum og þá með skriflegum leiðbeiningum frá lækni.