Aðlögun

Leikskólinn er samfélag þar sem fullorðnir og börn byggja upp þekkingu og er staður námstækifæra. Barnið tekur virkan þátt í að móta umhverfi sitt og þekkingu. Í þeim anda er þátttökuaðlögun. Hún byggist á því að ekki er verið að venja barnið við að vera skilið eftir í leikskólanum, heldur er það að læra að vera í nýjum aðstæðum. Þátttökuaðlögun byggir m.a. á þeirri trú að foreldrar yfirfæri eigin öryggiskennd og forvitni í þessum nýju aðstæðum, á börnin sín. Með því að foreldrar séu þátttakendur frá fyrsta degi öðlist þeir öryggi um dagskipulagið og það nám og starf sem fram fer í leikskólanum. Þeir kynnast kennurum öðrum börnum, foreldrum og starfinu í leikskólanum.

Skipulag:

Foreldrar eru með börnunum í þrjá daga. Æskilegt er að aðeins annað foreldrið sé með í einu og geta foreldrar þá skipt með sér aðlöguninni.

Dagur 1. frá kl. 9.00 til 11.00.
Dagur 2. frá 8.00 - 15.00 /sé vistunartími styttri er komið seinna/farið fyrr heim.
Dagur 3. frá 8.00 - 15.00/sé vistunartími styttri er komið seinna/farið fyrr heim.

Foreldrar eru inni á deild með börnum allan tímann (nema þegar þau sofa). Foreldrar sinna börnum sínum, skipta á þeim, gefa þeim að borða, leika með þeim og eru til staðar. Kennararnir eru virkir þátttakendur í aðlöguninni, þeir skipuleggja daginn og deila út verkefnum. Á fjórða degi koma börnin um morguninn og kveðja foreldrana fljótlega. Einstaka ung börn þurfa lengri aðlögun en reynslan sýnir að þau eru fá og þau eldri eru oft öruggari. Komi upp vandamál er haft samband við foreldra.Við munum svo nýta tímann til að funda og spjalla saman meðan á aðlögun stendur.
ATH símar eru bannaðir á deildum og á útisvæði meðan á aðlögun stendur.

Þegar barn flyst milli deilda er það starfsfólk leikskólans sem sinnir þeirri aðlögun.

Foreldrar eru ávallt velkomnir í leikskólann til að taka þátt í því starfi sem þar fer fram í samráði við starfsfólk. Þeir eru síðan sérstaklega boðnir á foreldrafundi, uppákomur o.þ.h.