Dalvíkurskóli er Grænfánaskóli en Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismenntun og umhverfisvitund nemenda og starfsfólks. Til að ná því markmiði hefur skólinn unnið umhverfissáttmála. Hér á landi hefur Landvernd yfirumsjón með verkefninu.