Olweusáætlunin

Dalvíkurskóli er þátttakandi í Olweusarverkefninu gegn einelti og andfélagslegu atferli, sem er samstarfsverkefni Menntamálaráðuneytisins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla.

Markmiðið með áætluninni er:

  • Að auka þekkingu starfsmanna, nemenda og foreldra á einelti svo bæta megi líðan og velferð nemenda í skólanum.
  • Að eineltisáætlun Olweusar verði hluti af hefðbundnu starfi kennara með nemendahópum sem og allra annarra starfsmanna í daglegum störfum.

Hlutverk allra starfsmanna Dalvíkurskóla er að vera vakandi fyrir einelti, líðan og velferð nemenda. Áhersla er lögð á jákvæð og uppbyggjandi samskipti og er litið svo á að það sé samstarfsverkefni heimili og skóla að stuðla að velferð nemenda. Verkefni áætluninnar tekur á einelti og stuðlar að góðum starfsanda.


Heimasíða Olweusáætlunarinnar á Íslandi

Eitt af hjálpartækjunum Olweusáætlunarinnar er Eineltishringurinn. Með hjálp hans getum við hjálpað þolendum og gerendum til að vinna úr eineltismálum.