Hér fyrir neðan er samantekt til upplýsingar fyrir foreldra og nemendur um sóttvarnir í Dalvíkurskóla
Ef upp kemur smit í skólanum fer smitrakning í gang. Þá gæti farið svo að skólinn, allur eða að hluta, fari í úrvinnslusóttkví sem getur staðið yfir í allt að tvo til fjóra daga. Á þeim tíma er verið að rekja smit og hafa samband við þá sem þurfa að fara í sóttkví. Að lokinni úrvinnslusóttkví kemur í ljós hverjir þurfa að fara í sóttkví.
Allar upplýsingar koma frá skólanum ef til þess kemur og munum við sjá til þess að foreldrar séu vel upplýstir í gegnum tölvupóst. Það er afar mikilvægt að foreldrar, nemendur og starfsfólk upplifi öryggi og viti að í Dalvíkurskóla er gætt er vel að sóttvörnum.
Förum varlega. Við vinnum þetta saman. Við erum öll almannavarnir.
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is