Vorhátíð 27. maí

Vorhátíð 27. maí

Það er mikið um að vera þessa dagana, Hríseyjarskóli í heimsókn í dag og afar gaman úti í hinum ýmsu leikjum. Á fimmtudag er svo áður auglýst Grænfánaflöggun kl. 09:30 og á föstudaginn er árleg vorhátíð þar sem verður m.a. UNICEF hlaup, vorhreinsun umhverfis skólann, hjólabraut, löggan kemur í heimsókn og skoðar hjól og margt fleira gaman. Foreldrar vinsamlegast kynnið ykkur upplýsingar um vorhátíð hér.

·        Við ætlum að byrja daginn á því að nemendur 1.-7. bekkjar hlaupa til góðs til styrktar UNICEF í Sýrlandi. Hlaupið fer fram á fótboltavellinum austan skóla frá 8-9.

·         Því næst ætlum við að hreinsa rusl umhverfis skólann og næsta nágrenni.

·        Svo ætlum við að leika okkur saman úti (reiknum með stórkostlegu veðriJ), spila kubb, fótbolta, leika með fallhlíf, kríta, hjólaþrautir og fleira.

·         Nemendur mega sem sagt koma með hjól/hjólabretti/línuskauta ofl. þess háttar þennan dag en algjört skilyrði er að mæta þá einnig með hjálm og þar til gerðar hlífar.

·        Allir nemendur fá grillaðar pylsur í hádeginu.

ATH. Það er ekki leyfilegt að hjóla í eða úr skóla nema í fylgd með foreldrum og á þeirra ábyrgð. Foreldrar þurfa að koma hjólum barna sinna í skólann og heim. 

Þennan dag er skólinn, eins og alltaf, opinn öllum sem vilja taka þátt og gleðjast með okkur í vorgleðiJ 

Vorkveðja frá nemendum og starfsfólki Árskógarskóla