Uppbyggingarstefnan

Uppbyggingarstefnan

Uppbyggingarstefnan (Restitution) er hugmyndakerfi sem starfsfólk skóla Dalvíkurbyggðar notar í samskipta- og agamálum. Lögð er áhersla á kennslu sjálfsaga, sjálfsstjórn og uppbyggileg samskipti. Uppbygging miðar að því að finna leiðir til lausna á ágreiningsmálum, skoða hvernig við viljum vera, hver hlutverk okkar eru og hvaða þarfir liggja að baki hegðunar okkar. Ef vel tekst til skapast aðstæður fyrir einstaklinginn til að leiðrétta og bæta fyrir mistök sín, gera betur og snúa síðan aftur til hópsins með aukið sjálfstraust. Enn frekar má lesa um stefnuna hér: http://www.dalvik.is/Arskogarskoli/Uppbyggingarstefnan/

Í vetur mun verkefnastjóri Uppbyggingarstefnunnar í Dalvíkurbyggð, Valdís Guðbrandsdóttir, setja upp ramma um markmið og leiðir þar sem í hverjum mánuði verður unnið með ákveðin hugtök eins og ábyrgð, þarfirnar og fleira. Valdís mun senda foreldrum póst um hvert þema til upplýsingar. Fylgist því vel með og endilega kynnið ykkur til upprifjunar um hvað stefnan snýst t.d. hér. http://www.dalvik.is/Arskogarskoli/Uppbyggingarstefnan/Fyrir-foreldra/