Tölfræði-súlurit í 1.-2. bekk

Tölfræði-súlurit í 1.-2. bekk

Í dag unnu nemendur í 1. og 2. bekk hjá Gunnþóri með hugtakið tölfræði. Í samfélaginu er stöðugt verið að gera skoðanakannanir og kanna þannig hug fólks til hinna ýmsu hluta af ýmsum ástæðum. Í skoðanakönnun er unnið með tölur og tölfræði, kannað hve margir vilja hitt og þetta og svo eru niðurstöður settar fram á læsilegan hátt. Nemendur fóru á stúfana í skólanum og spurðu hver ávaxtanna á myndinni þætti bestur (þú þurftir að velja), merktu við á blaðið og svo var útbúið súlurit sem lýsir niðurstöðunum. Nemendum þótti þessi afar skemmtileg og gerðu virkilega vel, enda svo flottir krakkar í Árskógarskóla. Á myndunum má sjá eitt af verkefnunum. Hugmyndir eru meðal nemenda að kanna enn frekar til dæmis uppáhalds plánetu, mat, lit og fleira og kynna niðurstöður á gæðastund skólans þar sem allur skólinn hittist og gerir eitthvað skemmtilegt saman.