Skólasetning grunnskólastigs

Skólasetning verður fimmtudaginn 23. ágúst á bókasafni skólans kl. 8:00. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir en nemendur geta einnig nýtt sér skólabílinn. Á bókasafninu eigum við stutta samverustund þar sem skólastjóri og umsjónarkennari kynna sig. Eftir það fylgja nemendur kennurum í  umsjónarstofur sínar. Skóladagurinn verður með óhefðbundnu sniði og eru nemendur beðnir um að mæta í skólann í fötum til útiveru. Á föstudaginn verður kennt eftir stundaskrá.

Blágrýti ehf. á Dalvík mun sjá um hádegismat í Árskógarskóla líkt og í fyrra. Skráning í skólamat, ávaxta- og mjólkuráskrift á grunnskólastigi er rafræn og er hægt að skrá börnin með því að smella á slóðina https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/nam-kennsla/hadegismatur-og-mjolkuraskrift .

Frístund er samtvinnuð starfi leikskólastigs og er fyrir nemendur í 1.-4. bekk frá 13:30 er skóladegi grunnskólastigs lýkur til 16:00 alla virka daga. Frístund fylgir starfstíma grunnskólastigs samkvæmt skóladagatali.  Til að skrá í frístund þarf að smella á slóðina https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/skolinn/skolavistunfristund

Tímaáætlun skólaaksturs má finna á slóðinni https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/skolinn/skolaakstur. Skólabíllinn keyrir til Dalvíkur í lok skóladags en það ætti að auðvelda nemendum að sækja tómstundir á Dalvík.