Í ljósi þess að samkomubann tekur gildi á mánudag biðjum við alla í skólasamfélaginu um að halda ró sinni og fylgjast vel með fréttum frá skólanum.
Samkomubannið nær ekki til leik- og grunnskóla en við gerum ráð fyrir einhverjum breytingum á skólastarfinu á næstu vikum. Við vinnum í nánu sambandi við fræðsluyfirvöld og sveitarstjórn um fyrirkomulag skólastarfsins. Starfsfólk og foreldrar munu fá frekari upplýsingar í tölvupósti um helgina og einnig verða upplýsingar settar inn á heimasíðu/facebooksíðu skólans.