Nýr Grænfáni og Hríseyingar

Nýr Grænfáni og Hríseyingar

Vorið leikur við okkur í Árskógi og við njótum þess í leik og námi. Í gær 25. maí komu vinir okkar úr Hríseyjarskóla í heimsókn en við hittumst reglulega og gerum eitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Að þessu sinni spiluðum við kubb, elduðum lummur úti á útieldunarpönnunni okkar og fórum í ýmsa hópeflandi leiki. Svo komu kennarar Tónlistarskólans og héldu útitónleika sem var þetta líka frábært og gaman! Veðrið lék við okkur!

Í dag 26. maí fengum við skólinn afhentan nýjan Grænfána og viðurkenningu Skóla á grænni grein frá Landvernd "fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu" eins og stendur á viðurkenningunni. Hlynur fræðslustjóri og Bjarni sveitarstjóri komu fyrir hönd Landverndar og afhentu okkur nýja fánann. Á eftir var boðið upp á veitingar. Góð stund og jákvæð í Árskógarskóla.