Námsgögn-uppfærð frétt

Kæru foreldrar

Eins og komið hefur fram leggur Dalvíkurbyggð nemendum til námsgögn á komandi skólaári. Námsgögn sem verið hafa á innkaupalista nemenda standa þeim til boða, svo sem blýantar, yddarar, strokleður, stílabækur og möppur. Foreldrar þurfa áfram að útvega skólatösku, vasareikni og íþrótta- og sundföt (1. bekkur fær þó áfram tösku og pennaveski frá Sæplast eins og hefur komið fram).

Margir nemendur eiga nú þegar hluta af þeim gögnum sem nota þarf í skólanum. Árskógarskóli er grænfánaskóli og stefnir að því að endurnýta sem mest og forðast sóun verðmæta. Skólinn óskar eftir því að nemendur nýti þau skólagögn sem þeir eiga og hafa notað t.d. rennilásapoka undir lestrarbækur, plastmöppur og glósu- og fagreinabækur. Nemendur sem ætla að nýta eigin námsgögn eru beðnir um að koma með þau á fyrsta skóladegi þann 23. ágúst.

Námsgögn sem Dalvíkubyggð leggur til verða geymd í skólanum nema það sem tilheyrir heimanámi nemenda, en nemendur þurfa að leggja til ritföng þegar kemur að heimanámi. Við leggjum áherslu á að vel verði gengið um námsgögn sem skólinn leggur til og skemmdir á námsgögnum þurfa foreldrar að bæta fyrir. Við vonum að þessi aukna þjónusta verði nemendum og foreldrum til hagsbóta og efli skólastarf Árskógarskóla.

Kær kveðja

Skólastjóri

------------------------------

Nú hefur verið tekin sú ákvörðun í Byggðarráði Dalvíkurbyggðar að taka til reynslu skólaárið 2017 – 2018, að útvega grunnskólanemendum námsgögn, þ.e. ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu. Skýrt skal tekið fram að skólatöskur, pennaveski og reiknivélar eru ekki í þeim pakka. Upplýsingar um nánari útfærslu á framkvæmd verður sent til foreldra í vikunni 7. – 11. ágúst.

Sæplast mun gefa nemendum í verðandi 1. bekk skólatösku, pennaveski og vasareiknir, annað kemur frá skólunum.

Við afsökum það hvað þetta kemur fram með litlum fyrirvara áður en skóli byrjar og eflaust einhverjir búnir að ganga frá kaupum fyrir næsta skólaár.

 

_____________________________

Gísli Bjarnason

Skólastjóri Dalvíkurskóla

_____________________________

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Skólastjóri Árskógarskóla