Mynd frá sýningunni
Mynd frá sýningunni

Á degi leikskólans 6. febrúar héldu börn skólans sýningu á afrakstri vinnu sinnar um heimabyggð. Sýningin var öllum opin og gaman var að sjá hvað margir sáu sér fært um að mæta. Sýndi voru fjölbreytt verk s.s. af Kötlu en hún var alræmd kona sem bjó í Kálfsskinni hér á árum áður, draugasaga sem gerðist á þessum slóðum var myndgerð, kort af svæðinu var búið til og börnin festu myndir af sér við heimili sitt, tekin voru viðtöl við fólk af svæðinu um viðburði sem hér hafa gerst, fólkið í samfélaginu var búið til ofl. Virkilega skemmtileg vinna sem öll börn komu að á fleiri en eina vegu.