Gróðursetning og kartöfluuppskera

Gróðursetning og kartöfluuppskera

Veðrið leikur við okkur í Árskógi og tilvalið til útiverka. Í morgun fór 1.-5. bekkur ásamt Val umhverfisstjóra á Brimnesborgir þar sem 70 birkiplöntum var haganlega komið niður í jarðveginn. Þessi gróðursetning er árleg stund en plönturnar fáum við frá Yrkjusjóði sem er sjóður æskunnar til ræktunar landsins sem úthlutar grunnskólabörnum trjáplöntum til gróðursetningar. Eftir að hafa sett niður fórum við öll saman leik- og grunnskólastig í það að taka upp kartöflur. Uppskeran með ágætum og allir fengu poka með kartöflum heim. Já við erum græn og væn og erum mikið úti í fallegri náttúrunni.