Góður 1. febrúar!

Góður 1. febrúar!

Í dag áttum við í 1.-4. bekk góðan dag. Byrjuðum á spurningakeppni með gátuívafi (t.d. þessi hér: Fimm fóru inn um sömu dyr en komu þó hver í sitt herbergi. Hverjir voru þeir? Svar: Fingurnir sem fóru í hanskann!).  Eftir nesti og frímínútur var jóga og slökun með henni Gerði krakkajógakennara í íþróttasalnum, virkilega gott fyrir líkama og sál! Eftir jóga fórum við í útikennslu þar sem markmiðið var að fræðast um hana Látra-Björgu sem var skáldkona talin fædd í Stærra-Árskógi. Um liðna helgi var afhjúpaður minnisvarði um hana á kirkjuplaninu og við kíktum á hann og fræddumst. Síðan röltum við í kirkjugarðinn og sumir fundu leiði ættingja. Að lokum gengum við í móum og klettum í borgunum ofan kirkju þar sem við nutum útsýnis (nær enginn snjór og ekkert hægt að renna sér). Eftir mat var síðan sköpun í listasmiðju. Góður dagur í skólanum, verið velkomin til okkar þegar hentar.