Gegn einelti

Gegn einelti

Gott fólk, 8. nóvember var helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og í tilefni þess var unnið með þetta mikilvæga málefni í dag. Nemendur fengu þau fyrirmæli að teikna persónu á blað. Mikil vinna var lögð í teikningarnar og nemendur afar vandvirkir. Því næst fengu nemendur fyrirmæli um að taka persónurnar sínar og krumpa þær saman, jafnvel að stappa ofan á myndirnar. Næsta verkefni var svo að reyna að slétta alveg úr pappírnum þannig að ekkert sæist á honum. En hvað sem krakkarnir reyndu að slétta eða segja fyrirgefðu við myndirnar þá sáust ennþá ummerki um þessa ljótu meðferð. Boðskapurinn var sá að hegðun okkar og orð geta skilið eftir sár hjá öðrum og hvernig sem við reynum að slétta úr eða segja fyrirgefðu þá skilur þessi hegðun eftir sig ummerki á sálinni. Verum því góð hvort við annað, sýnum gott fordæmi og tillitsemi og einbeitum okkur að jákvæðum samskiptum. Hér eru nokkrar myndir.

Helga leggur línurnar.

Verkefnið unnið

Persónur tilbúnar, búið að krumpa og slétta úr en eftir situr sár. Verum góð hvert við annað.