Fræðslufundur um læsi

Fræðslufundur um læsi

Fræðslufundur fyrir foreldra verður fimmtudaginn 15. september klukkan 16:30 í Dalvíkurskóla

Fyrir einu ári skrifaði Dalvíkurbyggð, ásamt öllum sveitarfélögum landsins, undir samning við Mennta-og menningarmálaráðuneytið um að efla læsi í sveitarfélaginu. Læsisráðgjafar frá Menntamálastofnun voru í ágúst með námskeið fyrir starfsfólk grunnskólanna og framundan er námskeið fyrir starfsfólk leikskólanna. Samhliða þeirri heimsókn er ykkur boðið til klukkustundar fræðslufundar í Dalvíkurskóla þann 15. september klukkan 16:30.

Efni fundarins er: • Grunnþættir læsis. • Aðferðir til að efla orðaforða og lesskilning. • Hvað er læsi og að geta lesið sér til gagns.
• Þróun læsis frá upphafi leikskóla til loka grunnskóla. • Hagnýt ráð til foreldra um hvernig þeir geti stuðlað að farsælu læsisnámi barna sinna.

Pólskur, bisaya og enskur túlkur verður á staðnum til stuðnings við foreldra.

Barnagæsla verður á Bókasafni Dalvíkurskóla