Flöggun Grænfána

Flöggun Grænfána

Í síðustu viku komu tveir fulltrúar frá Landvernd og ræddu við nemendur um umhverfismál tengd Grænfánamarkmiðum með það markmið að kanna hvernig hafi gengið undanfarin tvö ár frá því að skólinn flaggaði síðast Grænfána. Við fengum svo staðfest að fulltrúarnir voru mjög ánægðir með þá vinnu sem hefur verið unnin í skólanum og því fengum við grænt ljós á að flagga Grænfána í þriðja sinn fimmtudaginn 26. maí. Okkur þætti gaman að fá sem flesta gesti og bjóðum því til samverustundar sunnan við skóla kl. 09:15. Við ætlum að bjóða upp á heita og kalda drykki og eitthvað til að maula, svo drögum við nýjan fána (afar lítið orðið eftir að þeim gamla) að húni kl. 09:30. Sjáumst í skólanum.