Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Í dag er 16. nóvember, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) og Dagur íslenskrar tungu.  Við í Árskógarskóla drógum upp íslenska fánann Jónasi og íslenskri tungu til heiðurs og komum saman á gæðastund þar sem nemendur leik- og grunnskólastigs sungu, lásu ljóð og við fræddumst um Jónas Hallgrímsson. Við enduðum svo á jólalagi. Góð stund í skólanum á góðum degi.