13. feb 2020

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna hvassviðris fyrir morgundaginn, föstudaginn 14. febrúar. Samkvæmt veðurspá er ekki gert ráð fyrir ofsaveðri á Dalvík þó svo að mikið hvassviðri verði allt í kringum Dalvík og þá er óvíst hversu vel Árskógsströndin sleppur. Tekin hefur verið sú ákvörðun í samráði við viðbraðgsaðila að Árskógarskóli verður lokaður á morgun. Þó svo að kennarar og börn kæmust í skólan um morguninn er óvísst hvort hægt væri að fá hádegismat og koma öllum öruggum heim.