Unicef í Árskógarskóla

Unicef í Árskógarskóla

Nemendur á grunnskólastigi tóku þátt í áheitahlaupi til styrktar UNICEF í morgun. Í ár fjallar UNICEF-hreyfingin um ofbeldi gegn börnum. Baráttan gegn ofbeldi er afar mikilvæg réttindum barna og forsenda þess að öll börn geti þroskast og lifað heilbrigðu lífi. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel, bæði í hlaupinu og við að safna áheitum. Vel gert krakkar!