Skíðadagur

Skíðadagur grunnskólastigs er áætlaður þriðjudaginn 12. febrúar með fyrirvara um að bæði veður og skíðafæri leyfi þennan dag. Ef ekki gefst færi þann dag verður annar dagur fyrir valinu sem fyrst. Börnin taka með sér sín eigin skíði/bretti en annars geta nemendur fengið skíði á staðnum. Skólinn stendur straum af öllum kostnaði þennan dag hvort sem um er að ræða leigu á skíðabúnaði eða kaup á lyftukortum. Á þessum degi gefst nemendum einstakt tækifæri til að læra á skíði og markmiðið með deginum er að öll grunnskólabörn í Árskógarskóla geti staðið á skíðum eða bretti. Sleðar eru þó leyfðir þennan dag.