Óvænt endalok

Jibbí jibbí, bókin sem við höfum beðið spennt eftir er komin í hús og skólinn á þrjú sjóðandi heit eintök sem bíða á bókasafninu eftir að verða lesin í haust.

Fyrir þá sem ekki vita tókum við þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns og fékk miðstig viðurkenningu fyrir að lesa hlutfallslega mest á sínu skólastigi. Verðlaunin voru að vera skrifuð inn í síðustu bókina um bernskubrek Ævars vísindamanns og verður því spennandi að lesa hvað gerist hér ;) .