Heimsókn menntamálaráðherra

Heimsókn menntamálaráðherra

Á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember kom menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og föruneyti ásamt sveitarstjóra og fræðslustjóra í heimsókn í skólann. Nemendur skólans sungu fyrir þau tvö lög, skólinn skoðaður og ráðherra ræddi við nemendur og starfsfólk. Ánægjuleg heimsókn og gott og gaman að sýna gestum það faglega starf sem í skólanum er unnið. Nemendur voru auðvitað til fyrirmyndar enda flottir krakkar í Árskógarskóla.