Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar!

Gott fólk nær og fjær, þá er veturinn á enda og sumardagurinn fyrsti framundan á morgun 20. apríl og þá er skólinn lokaður. Við þökkum fyrir fínasta vetur, þann fimmta (5) í sögu skólahalds í Árskógi eftir breytingar 2012 er til varð leik- og grunnskóli undir einu þaki. Við höldum bjartsýn áfram og leggjum okkur fram um að vera mikilvægur hlekkur í samfélaginu á Ströndinni og góður skóli sem gefur nemendum tækifæri til að þroskast og menntast, við hlökkum til sumarsins og næsta skólaárs sem verður það sjötta (6) í þessu formi. Framundan er þemavika um grunnþáttinn sköpun þar sem nemendur leik- og grunnskólastigs vinna að fjölbreyttum skapandi verkefnum með skapandi efnivið og svo margt annað skemmtilegt og uppbyggjandi framundan. Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar. Sumarkveðja úr Árskógarskóla.