Friðarveggspjaldakeppni Lions

Friðarveggspjaldakeppni Lions

Nokkur börn í eldri bekknum tóku þátt í Friðarveggspjaldakeppni Lions þetta árið og var þemað í ár „we are all connected“ eða við erum öll tengd. Sigurverkið í hverjum skóla fer svo áfram í landskeppnina og síðan er alheimskeppni fyrir það verk sem sigrar í landskeppninni. Krakkarnir lögðu sig virkilega vel fram, voru öll mjög skapandi í þessari vinnu og verkin þeirra hvert öðru fallegra. Sigurvegari skólans var svo kynntur formlega á miðvikudaginn síðasta af formanni Lionsklúbbsins Hræreks honum Gunnari Árna og umsjónarkennara barnanna Helgu Lind. Sigurvegarinn að þessu sinni er Jón Tryggvi Þorsteinsson og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn!