Einkunnarorð skólans

Einkunnarorð skólans

Á þessu skólaári hafa nemendur og kennarar valið sér einkunnarorð skólans sem eru gleði - virðing - þrautseigja.

Gleði skiptir miklu í leik og námi og almennt í lífinu. Okkur líður vel þegar við erum glöð og við lítum jákvæðum augum á það sem við erum að gera. 

Virðing endurspeglast í því hvernig við komum fram, hvernig við tölum við og um hvort annað. Öll erum við ólík og við virðum það og skoðanir og væntingar hvers annars.

Þrautseigja lætur okkur ekki gefast upp og að börnin hafi trú á eigin getu.