Dagur leikskólans 2019

Kötlukot bauð foreldrum og öllum á grunnskólastigi í morgunmat í tilefni dagsins í dag. Í dag 6 .febrúar höldum við uppá dag leikskólans og til að gera okkur glaðan dag og minna á hvað leikskólinn er frábær þá höfðum við brauðbollur og ýmislegt gott álegg í boði. Einnig sáum við um gæðastund dagsins og sungum nokkur lög, að því loknu buðum við uppá þorrasmakk.  Það verður að viðurkennast að við fengum betri undirtektir við morgunmatnum en þorrasmakkinu en vissulega voru einhverjir sem tóku þessu öllu saman fagnandi :). Fleiri myndir eru í myndasafni.