Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar vísindamaður í heimsókn

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn. Ævar Þór Benediktsson kom og las upp úr nýjustu bók sinni "Þitt eigið tímaferðalag". Hann gaf sér einnig góðan tíma til að spjalla við börnin sem voru fjögurra ára og eldri nemendur skólans. Krakkarnir í 4.-6. bekk hafa undanfarnar vikur verið í lestrarátaki þar sem þeir lásu öll bækur eftir Ævar. Þeir voru því vel undirbúnir með spurningar og vangaveltur um bækurnar og störf Ævars sem rithöfund.