Björg Halldórstóttir og Lenka Uhrová kynna heilsueflandi orkupakka þér að kostnaðar lausu sem vinnur heildrænt með kerfi mannsins. Tímarnir verða haldnir í Menningarhúsið Berg
Viðburður hugsaður fyrir fullorðna, þó föndurelskandi börn séu alltaf velkomin. Þá ætlum við að föndra stórar pappírsstjörnur sem sæma sér vel í upplýstum gluggum. Einnig munum við sauma jólagjafapoka. Gjafapoka-hluti viðburðarins er í samstarfi við Rauða Krossinn í Eyjafirði og verður efni til að sauma úr á staðnum í boði hans. Viðburðurinn lýsir Bergi vel; sjálfbærni og endurvinnsla, samvera og samvinna. Einnig verða saumavélar í boði fyrir þau sem eru keppnis. Hóllinn ætlar að laga ilmandi jólaglögg svo við munum mögulega hygge-a yfir okkur á þessum viðburði. Hver veit nema við setjum jafnvel eitthvað festívt á fóninn. (Þess má geta að Rauði Krossinn verður áfram með viðburð með svipuðu sniði í Rauða kross búðinni í Klemmunni. Fylgist endilega vel með því.)