Gallerí Anddyri : Sýning á Skipalíkani SÓLBERG ÓF-1
Verkið sem hér er sýnt í Gallerí Anddyri í Menningarhúsinu Bergi var rúmlega eitt og hálft ár í bígerð. Listamaðurinn Elvar Þór Antonsson hófst handa í apríl 2024, og er verkinu nýlokið núna þegar við fáum þann heiður að sýna það.
Líkanið er af Sólberg ÓF-1, skipi sem kom til landsins árið 2017 og er fengsælt á íslenskum fiskimiðum og skilar ár hvert mestu aflaveiðum íslenskra skipa.
Líkanið er í stærðarhlutföllunum 1:46, 1,90 að lengd.
Að meðtöldu Sólbergi ÓF-1 hefur listamaðurinn skapað 34 skipalíkön, auk viðgerða á fjölda líkana síðan hann hóf að gera tilraunir með líkanagerð skipa árið 1998.
Fimmtudaginn 23. janúar kl. 16:15 mun Theódór Svarfdal lesa upp úr fyrstu ljóðbók sinni, 50 ways to say... Ljóðin voru skrifuð á tveggja ára tímabili og er ný komin út. Verið velkomin!
Með orðum Theódórs:
„Það er eins og ómeðvitund mín var gefinn penni og blað. Ljóðin eru ekki skrifuð á hátt þess að vera reglubundinn og eðlileg"
Fyrsti tíminn: 26. janúar kl. 11:00-12:30?
Lenka og Björg kynna heilsueflandi orkupakka sem vinnur heildrænt með kerfi mannsins og verkfæri sem einstaklingar geta nýtt sér í hinu daglega lífi til að styrkja andlega heilsu og vellíðan. Námskeiðið er styrkt af Heilsueflandi Dalvíkurbyggð og er fyrir alla áhugasama og forvitna sem eru tilbúnir að kynnast eða dýpka sína þekkingu á sjálfum sér!
Námskeiðið er til þess fallið að kynna Yoga Nidra fyrir Dalvíkingum sem róar miðtaugakerfi einstaklinga ásamt fleirum ávinningum. Einnig munu þær kynna mismunandi sjálfshjálpar verkfæri til að nota í daglegu lífi, til að hjálpa einstaklingum að tengjast sjálfum sér og til að styðja við vinnslu einkenna áfallastreitu.
Hver lota er 90 mínútur í senn og fyrstu 60 mínútur eru tileinkaðir yoga og 30 mínútur í smiðju þar sem allskonar vellíðunar verkfæri eru kennt og síðan iðkuð.
Í yoga er farið í öndunar æfingar, mjúkar yoga stöður og endað á yoga nidra (hugleiðsla aðferð). Þátttakendur eru hvattir til að hlusta á sjálfan sig og fylgja þeirra innri hvötum. Hver og einn finnur hvað styrkir þeirra vellíðan til að taka með sér út í lífið.
Um leiðbeinendur:
Björg Halldórsdóttir er lærður jógakennari (meira en 250 hr.ytt) ásamt því að hafa bætt við sig kennsluréttindum í Yoga nidra, áfallajóga og Yin yoga. Hún hefur kennt jóga, öndunaræfingar, núvitund og hugleiðslur síðastliðin 4 ½ ár á hinum ýmsum stöðum fyrir allan aldur. Hún er einnig lærður þroskaþjálfi og starfar sem ráðgjafi á meðferðarheimili fyrir unglingsstúlkur.
Lenka Uhrová er með 20ára reynslu í að skapa öruggt rými fyrir hópa þar sem þekking á sjálfsþróun er miðlað á valdeflandi hátt. Hún hefur haldið fjölbreyttar og alþjóðlegar smiðjur og fræðslu viðburði fyrir alla aldurshópa.
Um er að ræða fimm skipti:
26. janúar
23. febrúar
23. mars
06. apríl
04.maí