Töfraheimur stærðfræðinnar - Framhald

Þótt þróunarverkefninu Töfraheimur stærðfræðinnar sé formlega lokið verður ekki látið staðar numið. Dóróþea Reimarsdóttir heldur áfram sem verkefnisstjóri. Hún hittir list- og verkgreinakennara tvisvar á skólaárinu og kennara á yngra stigi á um það bil sex vikna fresti. Stærðfræðikennarar á eldra stigi eiga greiðan aðgang að verkefnisstjóra ef þeir þarfnast ráðgjafar og svo
er einnig um aðra kennara. Foreldrum stendur einnig til boða að hafa samband. Í Dalvíkurskóla er áhersla lögð á ráðgjöf til kennara og að kennarar deili með sér verkefnum og miðli reynslu sín í milli. Stærsta verkefnið er þó að kanna talna- og aðgerðaskilning alla fyrstu bekkinga að hausti til að geta nógu snemma gripið inni í hjá þeim sem styttra eru á veg komnir en almennt gerist. Verið er að þróa viðbrögð við niðurstöðunum sem ná bæði til skóla og heimilis. Á næsta skólaári er stefnt að því að halda áfram á sömu braut og vinna jafnframt að markmiðssetningu einstakra bekkja með tilliti til nýrrar Aðalnámskrár
grunnskóla.