Þriðjudaginn 14. október og miðvikudaginn 15. október voru haldnir foreldrafundir á sal skólans. Markmið fundanna var að efla og styrkja foreldrastarf í Dalvíkurskóla og vera vettvangur foreldra til að ákveða sameiginlegar reglur og viðmið sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu.
Fundirnir voru góðir og mjög góð mæting var á báða fundina. Þeir hófust á kynningu á mikilvægi foreldrasamstarfs og samtali á milli foreldra og tilgangi foreldrasáttmála/farsældarsáttmála. Að lokinni kynningu á sal unnu foreldrar sáttmála í hverjum árgangi.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is