Skólahreysti á Akureyri

Lið Dalvíkurskóla í skólahreysti 2017
Mynd: Snæþór Vernharðsson
Lið Dalvíkurskóla í skólahreysti 2017
Mynd: Snæþór Vernharðsson

Dalvíkurskóli keppti í Norðurlandsriðli Skólahreysti í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær 29. mars. Lið skólans stóð sig frábærlega vel og endaði í 3. sæti á eftir Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna. Keppnin var æsispennandi og úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu grein, hraðabrautinni. Til hamingju með árangurinn. Liðið var skipað þeim Helga sem keppti í upphífingum og dýfum, Hafrúnu Mist sem keppti í armbeygjum og hreystigreip og í hraðabrautinni kepptu Snædís Lind og Viktor Hugi. Varamenn voru Guðni Berg og Lovísa Rut.