Dalvíkurskóli keppti í Norðurlandsriðli Skólahreysti í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær 29. mars. Lið skólans stóð sig frábærlega vel og endaði í 3. sæti á eftir Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna. Keppnin var æsispennandi og úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu grein, hraðabrautinni. Til hamingju með árangurinn. Liðið var skipað þeim Helga sem keppti í upphífingum og dýfum, Hafrúnu Mist sem keppti í armbeygjum og hreystigreip og í hraðabrautinni kepptu Snædís Lind og Viktor Hugi. Varamenn voru Guðni Berg og Lovísa Rut.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is