Foreldrafélagið kaupir heyrnartól

Jolanta Brandt formaður Foreldrafélags Dalvíkurskóla afhendir Gísla Bjarnasyni skólastjóra gjafirnar…
Jolanta Brandt formaður Foreldrafélags Dalvíkurskóla afhendir Gísla Bjarnasyni skólastjóra gjafirnar.

Foreldrafélag Dalvíkurskóla keypti á dögunum 40 heyrnartól og hleðsludokkur fyrir ipad og afhentu skólanum að gjöf. Teymin fengu þetta afhent til að nota með tækjunum sem þau hafa fengið til yfirráða, en skólinn er smám saman að fjölga ipödum fyrir nemendur til að nota inni í bekkjum.