Jazztónleikar - Tríó Andrésar Þórs

Jazztónleikar - Tríó Andrésar Þórs
Verið velkomin á jazzkvöld í Bergi föstudaginn, 29. september, kl. 20:00 ?
Tríó Andrésar Þórs er skipað þeim Andrési Þór sem leikur á gítar, Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.
Fyrr á þessu ári kom út platan Hereby með tríóinu hjá norsku plötuútgáfunni Losen Records. Sú plata hefur hlotið mikið lof og þó nokkra spilun á streymisveitum. Þeir félagar hafa einnig allir verið starfandi hljóðfæraleikarar um árabil. Andrés Þór hefur starfað með öllum helstu jazzleikurum hérlendis og erlendis.
 
Hér má sjá tríóið leika lagið The Man Who Came To Play: https://youtu.be/MMG3mD0dUO0
Lagið hefur komist inná marga áhugaverða playlista á Spotify uppá síðkastið og hlotið ágætis spilun á þeirri streymisveitu.