Stutt og skemmtileg gagnvirk smiðja með Lenku Uhrová, þar sem rætt verður um að velja geðrækt og nytsamleg tól sem geta nýst til þess í hversdeginum. Komið með börnin með ykkur ef þarf, smiðjan er hannað í kringum fjölskyldur og sem öruggt rými. Te á staðnum. Mikivægt er að staðfesta þátttöku sína þar sem hámarksfjöldi þátttakenda eru 10 manns! staðfestið í síma: 840-1329
Föstudaginn 11. október verður öðruvísi tónlistarupplifun í Bergi. Eyjar í norðri samanstendur af tónlist; bæði einsöng og einleik á hljóðfæri, myndum er varpað á tjald og sögumaður segir frá. Fjölbreyttir tónleikar sem brotnir eru upp með máli og myndum.
Kaffi & konfekt í boði! Viðburður hefst kl. 17:30 en við opnum fyrir miðasölu kl. 17:00. Viðburðurinn er um eina og hálfa klukkustund.
Kolbeinn Jón Ketilsson - tenór, Guðni Franzson - klarínettleikari, Helga Bryndís Magnúsdóttir - píanóleikari og Bergsveinn Birgisson - fræðimaður og rithöfundur.
Almennt miðaverð er 3.500 kr,-
Heldri borgarar greiða 3.000 kr,-
og ekki nema 1.500 kr,- fyrir nema
Miða eru seldir við hurð.
Kristjana Arngrímsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson verða á sjóðheitum tangónótum á þessu fyrsta Gestaboði haustsins, föstudagskvöldið 25. október kl. 20:00. Skagfirðingurinn Jón Þorsteinn Reynisson - einn efnilegasti harmonikkuleikari landsins - er gestur kvöldsins. Hann stundaði nám við Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn í harmonikkuleik. Það verður því haustrómantíkinn í öllum sínum litum og sjarma sem ræður för þetta kvöld. Hlökkum til að sjá ykkur. Húsið opnar 19:30. Miðar eru seldir við innganginn - posi á staðnum - og miðaverð er 3.500 kr,-
Böðuð í ljóma hringrásarkerfisins og sjálfbærni langar okkur að bjóða áhugasömum tækifæri til að taka þàtt í fatamarkaði í Bergi með áherslu á barnaföt, barnavörur, leikföng og allskonar fylgihluti sem tilheyra uppvexti barna.
Við þekkjum það öll að barnið vex en brókin ekki svo að hér er kjörið tækifæri til að skipta út litlu fyrir annað í réttri stærð.
Við stefnum á laugardaginn 2. nóvember frá 11:00-15:00. Þátttakendur geta mætt frá 10:00 til að setja upp sinn bás.
Það verður takmarkað borðapláss í boði, borðið leigist á 3.500kr - fólk kemur sjálft með það sem það vill hafa á sínum bás en borð og stólar eru á staðnum eftir þörfum.
Borðapantanir sendist á berg@dalvikurbyggd.is
Allir velkomnir - opið á bókasafninu á meðan og heitt á könnunni ☕️