Íslensk Tangótónlist - Þorgerður Ása&Ásta Soffía

Íslensk Tangótónlist - Þorgerður Ása&Ásta Soffía
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir söngkona og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmónikkuleikari gera íslenskum tangó skil í tali og tónum á stórskemmtilegum tónleikum sem voru fyrst í fluttir í Hörpu síðasta haust en fá nú að hljóma á norðurlandi.
Tónleikarnir eru afrakstur rannsóknar Ástu Soffíu á íslenskri tangótónlist en til þess hlaut hún styrk úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordal.
 
Blómaskeið íslenskrar tangótónlistar var um miðbik síðustu aldar og margir þekktir lagahöfundar sömdu falleg tangólög en í þeim hópi má til dæmis Oddgeir Kristjánsson, Bjarna Böðvarsson, Friðrik Jónsson, Vilhelmínu Baldvinsdóttur og Tólfta september. Sum laganna njóta enn mikilla vinsælda í dag á meðan önnur eru gleymdari. Ása og Ásta deila ástríðu á þessum menningarverðmætum íslenskrar tónlistar og vilja nú glæða þessi fallegu íslensku tangólögum nýju lífi.
 
Miðaverð 3.500kr,- á tix.is og við dyrnar. Frítt fyrir 18 ára og yngri.