Útistærðfræði í 4. bekk

Útistærðfræði í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk fóru út í góða veðrið til að læra um hnitakerfið. Hellurnar á skólalóðinni voru notaðar fyrir reiti. Nemendur teiknuðu ásana og fundu síðan ákveðin hnit með því að hoppa fyrst til hægri (x ásinn) en síðan upp (y ásinn). Eftir það fóru nemendur inn í skólastofuna og yfirfærðu þessa vinnu í stærðfræðibókina. Hér eru fleiri myndir.