Útistærðfræði, 8. og 9. bekkur

Í stærðfræðitímum á miðvikudaginn fórum við í úti-margföldunar-bingó bæði hjá 8. og 9. bekk. Nemendum var skipt upp í 3-4 manna lið og fengu til sín bingóspjald með tölum á. Síðan átti eitt og eitt að hoppa á annarri löpp og ná í spjald sem á var skrifað eitthvert margföldunardæmi og þegar komið var til baka átti liðið að athuga hvort að þau væru með svarið á bingóspjaldinu. Ef svo var ekki þurfti annar liðsmaður að hoppa á öðrum fæti og skila dæminu, en mátti ekki ná í nýtt, heldur þurfti þriðji aðilinn að hoppa og ná í nýtt dæmi. Þetta var mjög skemmtilegt og eigum við eftir að gera meira af þessu í vetur. Myndir frá tímunum koma síðar.